top of page
  • Verðlagning: Hugsaðu um hvað þú værir tilbúin/n í að borga fyrir vöruna.

  • Perlur: Það hjálpar viðskiptavininum ef þú stærðarmerkir með perlunum okkar. Þær eru í mismunandi lit eftir stærð.

  • Ástand vöru: Allar vörur sem koma í sölu til okkar eiga að vera gallalausar. Engir blettir, engin göt og engin hár eða reykingarlykt.

  • Vefverslunin okkar: Í appinu Zellr er myndavélatákn við hverja vöru. Það er til þess að setja mynd inn í vefverslun. Það auðveldar okkur líka að finna vöruna.

  • Afslættir: Ef stutt er í að tímabilið sé lokið og enn margar vörur eftir þá getur verið sniðugt að setja vörurnar þínar á smá afslátt.

  • Þegar þú kemur aftur: Best er að panta sama bás og síðast, sérstaklega ef þú ert að koma með eitthvað af sömu vörum og síðast því þá þarftu ekki aftur því þá þarftu ekki að setja allt inn í kerfið aftur!

  • Fötin: Eins og er erum við ekki með sér barna eða fullorðinsbása. En ef þú ert með bæði væri sniðugt að hafa þá í aðskildum pokum. Það auðveldar okkur þegar við fyllum á básinn fyrir þig.

Góð ráð
Góð ráð
Góð ráð
Góð ráð
Góð ráð
bottom of page