top of page

Skilmálar

1.           Skyldur Hólgulls ehf.:

1.1.        Hólagull skal hafa milligöngu um sölu vara sbr. gr. 1.1. en í því felst eftirfarandi:  

1.1.1.     Framsetning á vörum, hverjar sem þær eru í bás básaleigjanda á Hólsvegi 2 .   

1.1.2.     Samskipti við viðskiptavini og upplýsingagjöf.  Móttaka viðskiptavina og þjónusta á meðan á dvöl stendur.  

1.1.3.     Samskipti við eiganda vöru.  

1.1.4.     Önnur umsjón með vörum sem eðli máls samkvæmt eru nauðsynleg.

1.1.5.   Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur í Hólagull Ehf. Tóbak, nikótín, áfengi, matvara, vopn, flugeldar, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi eru umsvifalaust fjarlægðar.  Einnig er ekki heimilt að hafa vörur keyptar frá Ebay, Wish, Aliexpress o.s.frv., og svo sannarlega ekki vörur sem ekki eru vottaðar.  Verðum við uppvísar af einhverju ofantöldu í Hólagull Ehf. áskiljum við okkur rétt til þess að fjarlægja þá hluti og getur brotið varðað við brottrekstur án endurgreiðslu. 

1.1.6    Básaleigjandi hefur ekki leyfi til þess að stunda sinn markað hjá okkur þ.e.a.s. kaupa frá öðrum nytjamörkuðum eða fá gefins og selja dýrara.  Sú starfsemi telst virðisaukaskattskyld.  Ef leigjandi verður uppvís að þessu mun samningum verða rift og básinn tæmdur án endurgreiðslu. 

1.2.        Hólagull skal ávallt leitast við að tryggja að básaleigandinn fái sem mest greitt fyrir vöruna sína.   

1.3.        Hólagull skal standa straum af öllum kostnaði sem leiðir af skyldum hans samkvæmt gr.  

2.           Skyldur básaleigjanda:

2.1.        Skyldur básaleigjanda eru eftirfarandi:   

2.1.1.     Básaleigjandi sér sjálfur um að verðleggja vörur sínar.   

2.1.2.     Básaleigjandi sér sjálfur um að setja upp básinn.   

2.1.3.     Básaleigjandi sér sjálfur um að taka básinn niður þá ekki seinna en 17:30 á virkum degi, 16:30 á laugardögum eða 15:30 á sunnudögum, þann dag sem leigunni lýkur samkvæmt samningi þessum.  Sé ekkert samkomulag gert og Hólagull þarf að tæma básinn þá er daggjald (630 kr.) dregið af sölunni fyrir hvern auka dag sem vörurnar eru inni hjá okkur.  

3.           Eðli viðskipta og uppgjör:

3.1.        Básaleigjandi hefur fullan ráðstöfunarrétt og eignarrétt á vörunni þar til varan er seld kaupanda.

3.2.        Milligönguþóknun Hólagulls er 15% af söluverði varanna og er virðisaukaskattur innifalinn í því.  Hlutur básaleigjanda er er 85% af söluverði vörunnar.

3.2.1      Um netverslun gildir þó aukalega:

Söluverð=þitt verð (sem við tökum okkar 15% af) + 73 kr. + 10% af söluverði.

Söluverðið verður það sama í verslun og í vefverslun. Ef varan er seld í verslun eða á netinu þá er álagningunni skipt jafnt á milli verslunar og kerfisins sem heldur utan um vefverslunina.

Dæmi:

Viðskiptavinur vill 1000 kr. fyrir vöruna. Söluverðið er þá sett í 1173 kr. (1000 kr. + 73 kr. +100 kr.).

Álagningin er í þessu tilviki 173 kr.

Ef varan selst, þá fær verslunin 86,5 kr., kerfið fær 86,5 kr. og eigandinn fær 1000 kr. x 15% föst söluþóknun 850 kr.

3.3.        Kostnaður við leigu á bás er: 630 kr. dagurinn. 

3.4.        Afbókunarfrestur er 14 dagar áður en leigutími hefst.   

3.5.        Hólagull hefur ekki heimild til þess að lána þær vörur sem hann sér um að selja og eigandi getur ekki sett vörur í vörslu Hólagull í handveð vegna kaupa sinna á öðrum hlut hjá Hólagull.   

3.6         Hlutur básaleigjanda að frádregnum leigukostnaði og milligöngu þóknun greiðist með millifærslu inn á eftirfarandi bankareikning sem óskað er eftir.  Sótt er um greiðslu í gegnum tölvupóst eða Messenger á Facebook.  Greitt er út innan við 72 klst. frá því að umsókn berst að frátöldum laugardögum, sunnudögum & hátíðardögum (þá daga sem bankar eru lokaðir).  

3.7.        Við lok leigutímans þarf bás básaleigjanda  að vera tómur í seinasta lagi 30 mínútum fyrir lokun á síðasta degi leigutímabils.  Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að greitt sé sérstaklega fyrir þá þjónustu hjá Hólagull. Mikilvægt er að verðmiðar séu ennþá á vörunum þegar básinn er tæmdur, þar sem vörur án verðmiða má ekki taka með út úr versluninni.  Starfsfólk hefur rétt á að athuga hvort verðmiðar séu á vörunum.  Athugið að hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki þegar leigutímabili er lokið.  

5.8         Vörur í óskilamunum geymast í 9 daga eftir að leigu lýkur, eftir það er varan eign Hólagull.  

4.           Vanefndir, skaðabætur:

4.1.        Hólagull verður ekki gert ábyrgt fyrir skemmdum sem kunna að verða á vörum af völdum viðskiptavina.  Hólagull mun gera allt sem af sanngirni má ætlast af Hólagulli til að krefja viðskiptavini um greiðslu ef skemmdir verða á eignum básaleigjanda.   

4.2.        Ef Hólagull vanefnir samninginn, hefur básaleigjandinn rétt á að rifta samningi þessum án fyrirvara.  

4.3.        Hólagull ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum.  Ef um eldsvoða eða vatnsskaða er að ræða er Hólagull ekki bótaskylt.  Innbústrygging þín mun hugsanlega bæta bruna/vatnsskaða eða þjófnað.  

5.           Önnur ákvæði:

5.1.        Efni þessa samnings skal vera trúnaðarmál milli aðila og skulu aðilar ekki veita upplýsingar um efni hans nema lög mæli fyrir um það eða aðilar verði sammála um slíka upplýsingagjöf.  

5.2.        Allar breytingar á samningum skulu vera skriflegar og samþykktar af báðum aðilum hans.   

5.3.        Allar tilkynningar sem aðilar senda sín á milli og ætlað er að hafa réttaráhrif samkvæmt samningum skulu vera skriflegar og sendar á sannanlegan máta í tölvupósti.  Aðilar skulu óska eftir staðfestingu móttöku á tilkynningum sem sendar eru í tölvupósti.  

5.4.        Aðilar eru sammála um að komi til ágreinings á milli þeirra, skuli þeir af fremsta megni leitast við að jafna allan ágreining með samkomulagi sín á milli.  Ef það tekst ekki skal fjalla um ágreining fyrir Héraðsdómi Austurlands og skulu íslensk lög lögð til grundvallar við framkvæmd og túlkun samningsins.

bottom of page