top of page
 
Bóka bás
Við lofum að þótt þetta líti út fyrir að vera flókið þá er þetta mjög einfalt.
 1. Ýttu á „panta bás“ á forsíðunni
 2. Nýskráðu þig með því að ýta á nýskráningu.
 3. Þá ertu komin/n í kerfið og ýtir á „bóka bás“.
 4. Upp kemur tvö kort, annað af því hvar eru lausir básar og hitt af staðsetningu á bás í verslun. Ýttu á kortið til að finna laus tímabil. Grænu dagarnir eru lausir.
 5. Veldu byrjunardag með því að ýta á kortið og veldu „búa til nýja bókun“.
 6. Þarna velur þú dagafjölda og sérð verð.
 7. Hakið í skilmála og ýtið á „Búa bókun“.
 8. Þá kemur að bókun sé staðfest og veljið „halda áfram í greiðslu“.
 9. Á þessu tímabili getur komið upp „incomplete contact information“, þá þarf að fara í „Go to edit your information“.
 10. Það þarf þá að fylla í alla reiti og þegar það er búið farið í „karfan mín“.
 11. Ýtið á „Halda áfram í greiðslu“.
 12. Þar er hægt að velja á milli þess að borga með Paypal eða Quickpay sem er örugg kortasíða. Ef þú vilt nota hvorugt, getur þú haft samband við okkur til þess að millifæra.
 
Setja inn vörur.
Það eru tvær leiðir til að setja inn vörur.
 1. Í gegnum tölvuna í aðganginum
 2. Í gegnum appið sem heitir Zellr. Þar skráir maður sig inn með sama notendanafni og lykilorði.
Við mælum með því að fólk taki inn myndir af vörunum og setjið með þegar er verðlagt.
En bæði í tölvu og appi þarf að velja myndavélina til þess að setja inn mynd og verðleggja, en mikilvægt er að skrifa verðið þar. Einnig er hægt að skrifa lýsingu við hverja mynd. Í appinu er bæði hægt að taka mynd í gegnum appið eða taka mynd úr símanum.
 
Skref fyrir skref í verðlagninu:
 
 1. Farið í verðlagningu.
 2. Búið til nýtt skjal.
 3. Upp kemur skjal til að verðmerkja. Ef vörur eiga að vera í netverslun þarf að ýta á myndavélina við hverja vöru og setja inn verðið þar.
 4. Ef þú verðleggur vöruna 1000 kr breytist verðið í 1173 kr, þessar 1173 kr fara í það að borga upp kerfið í vefverslun en þú færð samt 1000 kr fyrir þína vöru (svo í endann tökum við 15% af heildarsölu).
 5. Munið eftir að vista skjalið reglulega, ef sími, talva eða annað er með leiðindi svo allt detti ekki út sem búið er að setja inn.
 6. Þegar skjalið er fulltilbúið ýtir þú á „merkja sem lokið“ og þá getum við prentað út verðlímmiða og básaleigjandi sótt til að setja á vörur.
Ef það eru einhver vandræði er ekkert mál að hafa samband við okkur og við hjálpum þér.
bottom of page